Skip to main content

Fiskeldi Austfjarða og Laxar sameinast

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 13. des 2021 18:50Uppfært 13. des 2021 18:55

Meirihlutaeigendur Ice Fish Farm, móðurfélags Fiskeldis Austfjarða, og Laxa skrifuðu undir kvöld undir samkomulag um mögulega sameiningu félaganna.


Þetta kemur fram í tilkynningu frá félögunum. Ice Fish Farm kaupir öll hlutabréf í Löxum og borga fyrir með hlutabréfum í Ice Fish Farm, í kjölfar samþykkis aðalfunda félaganna.

Hjá sameinuðu félagi mun starfa um 200 starfsmenn. Það er með sjóeldi í Berufirði, Fáskrúðsfirði og Reyðarfirði og hefur þar leyfi til að ala 36.800 tonn, þar af 2.300 tonn af ófrjóum fiski. Þá er það með umsóknir í ferli upp á alls 17.000 tonna eldi í Stöðvarfirði og Seyðisfirði.

Þá er félagið með þrjár seiðaeldisstöðvar í Ölfusi auk 50% eignar í seiðastöðinni Ísþór, auk tveggja seiðaeldisstöðva í Norðurþingi; á Rifósi og Kópaskeri.

Þá á félagið 67% hlutafjár í Búlandstindi ehf. á Djúpavogi.

Fyrirtækin verða um sinn rekin í sitthvoru lagi en stjórnendateymi félaganna munu strax fara í að vinna að sameiginlegri uppbygginu og framtíðarsýn.