Fjarðabyggð vill hraðar hendur í orkuöflun
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 21. jan 2022 10:04 • Uppfært 21. jan 2022 10:04
„Mikilvægt er að hafa hraðar hendur til að tryggja nægja orkuöflun og tefja ekki þau orkuskipti sem völ er á. Þannig að hægt verði að mæta þörfum innlends iðnaðar, svo sem fiskimjölsverksmiðja, sem og íbúum landsins.“
Þetta segir í ályktun sem samþykkt var samhljóða á fundi bæjarstjórnar Fjarðabyggðar í vikunni. Í ályktuninni er lögð þung áhersla á að unnið verði hratt að skilgreiningu og þróun á nýjum kostum í raforkuframleiðslu.
Ályktun bæjarstjórnar hljóðar svo:
„Bæjarstjórn Fjarðabyggðar leggur á það þunga áherslu að unnið verði hratt að skilgreiningu og þróun nýrra kosti í raforkuframleiðslu. Þá verði ferli rammaáætlunar skýrt og hvaða orkukostir eru til nýtingar. Mikilvægt er að hafa hraðar hendur til að tryggja nægja orkuöflun og tefja ekki þau orkuskipti sem völ er á. Þannig að hægt verði að mæta þörfum innlends iðnaðar, svo sem fiskimjölsverksmiðja, sem og íbúum landsins. Þá er það ekki síður mikilvægt gagnvart framleiðslu á rafeldsneyti sem er mikilvægur þáttur í orkuskiptum og liður í aukinni verðmæta- og atvinnusköpun um land allt. Mikilvægt er að slík framleiðsla verði hér á landi og henni skapaðar þær aðstæður að hún verði samkeppnislega hagkvæm á alþjóðavísu.
Bæjarstjórn Fjarðabyggðar skorar því á stjórnvöld og stofnanir ríkisins að leggjast á eitt til að skapa áðurnefndar aðstæður, gera þannig Íslandi kleift sem fyrst að ljúka orkuskiptum og um leið efla hag lands og þjóðar.“
Mynd: fjardabyggd.is
Ályktun bæjarstjórnar hljóðar svo:
„Bæjarstjórn Fjarðabyggðar leggur á það þunga áherslu að unnið verði hratt að skilgreiningu og þróun nýrra kosti í raforkuframleiðslu. Þá verði ferli rammaáætlunar skýrt og hvaða orkukostir eru til nýtingar. Mikilvægt er að hafa hraðar hendur til að tryggja nægja orkuöflun og tefja ekki þau orkuskipti sem völ er á. Þannig að hægt verði að mæta þörfum innlends iðnaðar, svo sem fiskimjölsverksmiðja, sem og íbúum landsins. Þá er það ekki síður mikilvægt gagnvart framleiðslu á rafeldsneyti sem er mikilvægur þáttur í orkuskiptum og liður í aukinni verðmæta- og atvinnusköpun um land allt. Mikilvægt er að slík framleiðsla verði hér á landi og henni skapaðar þær aðstæður að hún verði samkeppnislega hagkvæm á alþjóðavísu.
Bæjarstjórn Fjarðabyggðar skorar því á stjórnvöld og stofnanir ríkisins að leggjast á eitt til að skapa áðurnefndar aðstæður, gera þannig Íslandi kleift sem fyrst að ljúka orkuskiptum og um leið efla hag lands og þjóðar.“
Mynd: fjardabyggd.is