Skip to main content

Fjarðarheiði lokuð, þungfært á Fagradal

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 02. jan 2022 12:02Uppfært 02. jan 2022 12:38

Vegurinn um Fjarðarheiði er lokaður og mjög þungfært og blint er á Fagradal.

 

Þetta kemur fram á vefsíðu Vegagerðarinnar. Þar segir einnig að þæfingsfærð og skafrenningur er víða en snjóþekja meðfram ströndinni. Ófært er um Öxi og Breiðdalsheiði.

Alltaf má búast við hreindýrum við vegi á þessum árstíma og eru vegfarendur beðnir að aka varlega, segir einnig á vefsíðunni.

 

Að sögn lögreglunnar á Austurlandi er eitthvað um að ökumenn hafi lent í vandræðum vegna færðar og þurft aðstoð. Tilkynnt var um einn útafakstur. Hinsvegar hafa orðið ekki slys á fólki og engin alvarleg atvik tilkynnt.

 

Lögreglan minnir á að ekkert ferðaveður er á Austurlandi sem stendur.