Skip to main content

Fjarðasport verður Súnbúðin að nýju

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 03. maí 2023 10:31Uppfært 03. maí 2023 10:32

Verslunin Fjarðasport er ekki lengur opinlega til í Neskaupstað en í vikunni var nafni hennar breytt í sitt upprunalega nafn: Súnbúðin.

Súnbúðin á sér langa sögu hér austanlands en þar voru um áratugaskeið seldar hinar og þessar vörurnar sem annars voru lítt í boði nema fara langar leiðir eftir. Svo löng er saga þessarar verslunar að margir hafa haldið áfram að kalla Fjarðasport Súnbúðina þó sú nafnabreyting hafi átt sér stað árið 2004.

Guðmundur R. Gíslason, framkvæmdastjóri, segir söguna einmitt eina ástæðu þess að skipt var um nafn en það gerðist formlega í gær en á sama tíma opnaði Súnbúðin sérstakan söluvef á netinu undir nafninu sunbudin.is

„Þetta var löngum nafnið og okkur fannst að með tillit til þess að nafnið Fjarðasport var ekki að lengur lýsandi fyrir það mikla úrval sem við erum að selja. Við erum með miklu meira en íþróttavörur í boði auk þess sem Sún-nafnið er enn notað af mörgum og velflestir þekkja vel hvað það nafn stóð og stendur fyrir.“

Af þessu tilefni var opnaður söluvefur á netinu en Fjarðasport hélt ekki úti slíkum vef. Þar er sérstök afsláttarkjör á tilteknum vörum af þessu tilefni næstu dagana og frí heimsending ef keypt er fyrir tiltekna upphæð.

Súnbúðin er líklega ein þekktasta verslun á Austurlandi og vöruúrvalið nær vel út fyrir íþróttafatnað eða íþróttavörur. Mynd Súnbúðin.