Skip to main content

Fjölgar í einangrun en fækkar í sóttkví á Austurlandi

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 05. jan 2022 11:34Uppfært 05. jan 2022 11:37

Einstaklingum á Austurlandi sem eru í einangrun fjölgar aðeins samkvæmt nýjustu tölum um COVID smit. Á móti fækkar þeim sem eru í sóttkví.

Á vefsíðunni covid.is má sjá að núna fyrir hádegið voru 71 einstaklingur í einangrun á Austurlandi en þeir voru 65 í gærdag. Á móti kemur að einstaklingum í sóttkví hefur fækkað úr 84 og í 77.

Áfram greinist mikill fjöldi smita á landinu þótt aðeins hafi dregið úr fjöldanum milli daga. Þannig greindust 1.238 með kórónuveiruna hér á landi í gærdag. Af þeim voru 1.074 smit innanlands og 164 á landamærunum. Þetta er nokkuð minna en deginum á undan þegar 1.466 greindust.