Skip to main content

Fjölgar um átta í einangrun

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 07. des 2021 11:24Uppfært 07. des 2021 11:27

Níu ný Covid-tilfelli greindust í gær á Austurlandi, samkvæmt skráningu RÚV. Fjögur þeirra voru á Reyðarfirði.


Samkvæmt tölum af Covid.is fjölgar úr 20 í 28 í einangrun en talverð fækkun er í sóttkví, þar eru aðeins tuttugu eftir.

Samkvæmt korti RÚV eru nýju tilfellin á Austurlandi níu. Fjögur eru á Reyðarfirði, tvö á Egilsstöðum en eitt á Eskifirði, Breiðdalsvík og í Neskaupstað.

Aðgerðastjórn almannavarna á Austurlandi kemur saman til fundar klukkan 13 í dag. Þar fengust þær upplýsingar að engar nýjar upplýsingar lægju fyrir síðan send var út tilkynning rúmlega tíu í gærkvöldi þegar ákveðið var að fella niður skólahald í Eskifjarðarskóla vegna smits hjá starfsmanni. Tölur dagsins tengist meðal annars því smiti.

Nemendur og starfsfólk Eskifjarðarskóla hafa verið hvattir til að mæta í PCR-sýnatöku við heilsugæsluna á Reyðarfirði milli 12 og 13 í dag.