Fjórtán ný smit á Austurlandi
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 08. des 2021 11:38 • Uppfært 08. des 2021 11:41
Fjórtán ný smit greindust á Austurlandi í gær eftir umfangsmiklar sýnatökur. Þau tengjast meðal annars inn í grunnskólann á Eskifiðri og leikskólann á Reyðarfirði. Báðir skólarnir verða lokaðir í dag.
Í tilkynningu aðgerðastjórnar almannavarnanefndar Austurlands kemur fram að enn sé verið að vinna úr gögnum frá í gær. Því sé frekari tíðinda að vænta síðar í dag, meðal um framhald skólastarfs.
Samkvæmt korti RÚV greindust sjö tilfelli á Eskifirði í gær, fimm á Reyðarfirði og tvö á Egilsstöðum.
Á Covid.is kemur fram að 39 séu í einangrun vegna Covid, 11 fleiri en í gær og 56 í sóttkví.