Skip to main content

Fleiri losna úr einangrun en greinast með smit

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 17. jan 2022 16:21Uppfært 17. jan 2022 16:21

Fleiri Austfirðingar hafa losnað úr einangrun síðustu dægrin en hafa smitast af Covid-19.

Alls eru 105 einstaklingar með virk smit á Austurlandi samkvæmt upplýsingum aðgerðastjórnar Almannavarna. Alls voru tekin tæplega 240 sýni á sunnudag á Egilsstöðum, Vopnafirði og Reyðarfirði en aðgerðastjórn telur ekki ástæðu til að tiltaka fjölda smita í þeim hópi í tilkynningu sinni.

Þátttakan þykir hins vegar mjög jákvæð og staðfest er að þeim fækkar sem sæta einangrunar vegna Covid-19. Þróunin þykir benda til að verið sé að ná tökum á slæmri þróun í smitbylgjunni sem verið hefur raunin hér austanlands að undanförnu.

Foreldrar og forráðamenn grunnskólabarna í Eskifjarðarskóla, Grunnskóla Reyðarfjarðar og Nesskóla eru beðnir að fylgjast vel með tilkynningum og kynna sér upplýsingar um skólastarfið framundan. Sú jákvæða þróun sem að framan er lýst byggir á samstilltu átaki alls og allra í samfélaginu okkar á Austurlandi segir í tilkynningunni.