Skip to main content

Flugvél Icelandair bilaði á Egilsstöðum

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 07. des 2021 21:06Uppfært 07. des 2021 21:07

Áætlunarflugi frá Egilsstöðum í kvöld var aflýst eftir að bilun kom upp í Bombardier Q200 vél Icelandair.


Að sögn farþega, sem Austurfrétt ræddi við í kvöld, voru farþegar allir komnir um borð þegar tilkynning barst frá flugstjóra um að flugtaki seinkaði vegna atriðis sem þyrfti að athuga nánar. Síðan var þeim tjáð að send yrði önnur vél strax en loks að fluginu væri aflýst.

Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir að við aðstæður sem þessar sé alltaf reynt að senda aðra vél til að sækja farþega. Til þess þurfi þó ýmislegt að ganga upp og það hafi ekki verið hægt þegar á reyndi í kvöld. Þess vegna varð að aflýsa fluginu.

Farþegum sem áttu bókað hefur verið komið fyrir í fyrstu vél morgundagsins, klukkan níu í fyrramálið. Þá verður send stærri vél, Q400, til að tryggja að allir komist suður.