Skip to main content

Fyrirkomulag bólusetningar barna í vinnslu

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 06. jan 2022 11:42Uppfært 06. jan 2022 11:42

„Við erum enn að vinna að fyrirkomulaginu á bólusetningu barna á Austurlandi en við áformum að hefja hana í næstu viku,“ segir Nína Hrönn Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá HSA.

Nína Hrönn segir að ekki sé búið að taka ákvörðun um hvar bólusetningar fari fram, það er hvort um verði að ræða heilsugæslur, skólahúsnæði eða annað húsnæði á vegum sveitarfélaganna.

„Það fyrirkomulag sem ákveðið verður mun hafa hagsmuni barna og foreldra þeirra að leiðarljósi,“ segir Nína Hrönn.

Fram kemur í máli Nínu að fundir hafi verið haldnir vegna málsins milli stjórnenda skólanna, sveitarstjórnarfólks og heilbrigðisstarfsmanna. Hún á von á að endanlegt fyrirkomulag á bólusetningunni liggi fyrir í vikulokin.

Þá segir Nína að bóluefnið sem nota á er komið austur og því ekkert til fyrirstöðu að hefja bólusetningar í næstu viku.