Fyrsta loðnan til Fáskrúðsfjarðar
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 11. jan 2022 09:04 • Uppfært 11. jan 2022 09:04
Grænlenska skipið Tasilaq er að landa 500 tonnum af loðnu hjá Loðnuvinnslunni á Fáskrúðsfirði. Um er ræða fyrstu loðnuna sem berst til Fáskrúðasfjarðar á nýju ári.
Þetta kemur fram á vefsíðu Loðnuvinnslunnar. Þar segir að loðnan fer til bræðslu hjá fyrirtækinu en þar hafa staðið yfir allmiklar breytingar sem eru gerðar til að auka afköst verksmiðjunnar. Enda búist við að hér veri næg loðna til vinnslu.
Mynd: lvf.is
Mynd: lvf.is