Skip to main content

Gætu minnkað olíunotkun um 300 þúsund lítra með landtengingu allra uppsjávarskipa

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 16. des 2021 10:45Uppfært 10. jan 2022 17:24

Tvö skip Síldarvinnslunnar hafa nú þegar á aðeins þremur mánuðum minnkað olíunotkun sína um rúmlega 33 þúsund lítra með því að nýta sér nýjar landtengingar þegar skipin eru í höfn.

Fyrirtækið hefur lengi búið yfir landtengingu en í septembermánuði var settur upp nýr miklu öflugri búnaður fyrir um 200 milljónir króna. Sá búnaður gerir uppsjávarskipum kleift að landa og sinna allri annarri raforkunotkun um borð með raforku úr landi í stað þess að keyra vélbúnað með olíu.

Enn sem komið er geta aðeins tvö skipa Síldarvinnslunnar, Börkur NK og Vilhelm Þorsteinsson EA, nýtt sér búnaðinn en verið er að koma búnaði einnig fyrir í Beitni NK. Þegar slíkur búnaður er kominn upp í öllum uppsjávarskipum sem landa í Neskaupstað má gera ráð fyrir að olíunotkun á ársgrundvelli minnki um að minnsta kosti um 300 þúsund lítra.

Mynd: Guðlaugur B. Birgisson