Skip to main content

Gjöld hækka verulega hjá Hitaveitu Egilsstaða og Fella

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 22. des 2021 14:31Uppfært 22. des 2021 14:34

Frá og með áramótum mun það kosta notendur átta prósent meira en nú er að brúka heita vatnið frá Hitaveitu Egilsstaða og Fella (HEF.)

Þetta ákvað stjórn HEF nýverið á fundi sínum en ástæðan er fyrst og fremst mikil hækkun byggingavísitölu á árinu. Þá vill stjórnin líka meina að núverandi gjaldskrá hafi dregist aftur úr almennri verðlagsþróun.

Þá hækkar gjaldskrá HEF einnig vegna vatnsveitu um 6,8 prósent og sömuleiðis hækkar gjaldskrá fráveitu í 0,35 prósent af fasteignamati fasteigna og lóða. Hærri gjöld vegna þess síðastnefnda tilkomin vegna kostnaðarsamra framkvæmda við fráveituhreinsun á næstu misserum.