Skip to main content

Gleymdist að senda hluta sýna suður

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 18. des 2021 19:10Uppfært 18. des 2021 19:14

Mannleg mistök urðu til þess að Covid-sýni, sem tekin voru á Reyðarfirði í gær, voru ekki send suður til Reykjavíkur til greiningar strax.


Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðgerðastjórn almannavarnanefndar Austurlands.

Þar segir að um leið og mistökin hafi uppgötvast hafi verið gengið í að koma sýnunum sem fyrst suður í vinnslu.

Veirufræðideild Landspítala nær hins vegar ekki að greina sýni samdægurs sem berast eftir klukkan 18. Vegna þessa næst ekki að vinna úr sýnunum fyrr en á morgun. Vonast er til að niðurstöður berist ekki síðar en annað kvöld.

„Við gerum okkur grein fyrir að dráttur á niðurstöðu er íþyngjandi fyrir þá sem hennar bíða. Þeir eru beðnir innilega velvirðingar.

Aðgerðastjórn þakkar þá miklu samfélagslegu ábyrgð sem íbúar hafa sýnt allan faraldurinn og við höldum því áfram sem hingað til,“ segir í tilkynningunni.