Skip to main content

Gripnir með rúmt kíló af kókaíni á gistiheimili á Egilsstöðum

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 16. des 2021 11:33Uppfært 16. des 2021 11:34

Tveir erlendir karlmenn hafa verið ákærðir fyrir að hafa smyglað hingað til lands rúmi kílógrammi af kókaíni. Mennirnir komu með Norrænu en voru gripnir á gistiheimili á Egilsstöðum.


Þetta kemur fram í ákæru embættis héraðssaksóknara. Alls höfðu þeir meðferðis rúmlega 1,1 kg af kókaíni, sem þeir eru taldir hafa ætlað að selja hérlendis.

Efnið höfðu þeir með sér frá Rotterdam, í gegnum Þýskaland og þaðan til Danmerkur þar sem þeir fóru um borð í Norrænu. Þeir komu með ferjunni hingað til lands um miðjan október.

Í fórum Hollendingsins fundust 677 grunn. Annars vegar í káetu hans í ferjunni, hins vegar farangri hans á gistiheimilinu. Hollendingurinn var með rúm 400 grömm sem hann bar innvortis og í safafernu sem tekin var á gistiheimilinu.

Karlmennirnir eru báðir á sjötugsaldri, annar hollenskur en hinn spænskur. Þeir eru í gæsluvarðhaldi í fangelsinu á Hólmsheiði.