Heimilar loðnuveiðar með flotvörpu

Svandís Svavarsdóttir, sjávarútvegsráðherra, hefur heimilað veiðar á flotvörpu úti fyrir Norðurlandi.

Þetta er staðfest í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Austurfréttar, sem fyrr í dag greindi frá því að útgerðir loðnuskipa hefðu óskað eftir heimild til flotvörpuveiða fyrir tíu dögum.

Svandís undirritaði í dag breytingu á reglugerð um loðnuveiðar íslenskra skipa. Við hana bætist bráðabirgðaákvæði sem heimilar veiðar með flotvörpu á svæði úti fyrir Norðurlandi. Nokkur skip eru þegar á þessu svæði og hafa leitað þar að loðnu.

Samkvæmt upplýsingum frá Síldarvinnslunni hefur nokkuð af loðnu sést þar en hún verið oft djúpt til að hægt sé að veiða hana með nót. Þess vegna er undanþágan veitt.

Heimildin gildir til áramóta. Skipstjórum ber að tilkynna um væntanlegar veiðar til Fiskistofu einum virkum degi áður en þær hefjast og vera tilbúnir að taka eftirlitsfólk um borð.

Svandís tók við ráðherraembættinu í gær og var undirritun reglugerðarinnar eitt af hennar fyrstu verkum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.