Skip to main content

Hitamet slegið á Seyðisfirði og Borgarfirði eystra

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 21. jan 2022 13:05Uppfært 21. jan 2022 19:41

Hitamet var slegið á bæði á Seyðisfirði og í Bakkagerði á Borgarfirði eystra í nótt. Á báðum stöðum mældist hitinn yfir 17 stigum.


Þetta kemur fram á bloggsíðu Trausta Jónssonar veðurfræðings á mbl.is. Þar segir að hitinn í Bakkagerði hefði náð 17,6 stigum og á Seyðisfirði náði hann 17,3 stigum.

„Þetta eru ný landshámarkshitadægurmet, slíkt met var einnig slegið í gær. Sýnist ritstjóra hungurdiska að þetta sé líka hæsti hiti sem mælst hefur á landinu bóndadaginn, fyrsta dag þorra,“ segir Trausti

„Þó þetta séu háar tölur eru þær þó lægri heldur en landshitamet janúarmánaðar, 19,6 stig, sett á Dalatanga 15.janúar árið 2000.“

Trausti er almennt að fjalla um veðurfar fyrstu 20 daga janúar. Þar segir m.a. að tiltölu hefur verið hlýjast á Suðaustur- og Suðurlandi, hiti þar raðast í 7. hlýjasta sæti aldarinnar. Kaldast hefur verið á Austfjörðum þar sem hitinn raðast í 12. hlýjasta sæti.