Hvassviðri með talsverðri ofankomu austanlands á morgun
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 27. des 2021 08:27 • Uppfært 27. des 2021 08:28
Gert er ráð fyrir hvassviðri og talsverðri ofankomu um allt Austurlandið á morgun þriðjudag.
Veðurstofa Íslands gerir ráð fyrir að það fari að blása duglega um allan fjórðunginn seint í fyrramálið og nær vindhraði allt að 20 metrum á sekúndu þar sem verst lætur við ströndina. Samhliða því mun snjóa talsvert á sama tímabili og mun úrkoman ná 26 mm ef spár Veðurstofunnar ganga eftir.
Hiti verður víðast við eða rétt undir frostmarki.