Hvatt til aðgæslu á þessum dimmasta tíma ársins
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 07. des 2021 14:02 • Uppfært 07. des 2021 14:02
Töluvert hefur verið um slys og umferðaróhöpp á Austurlandi það sem af er veturs og hvetur lögregla vegfarendur til að gæta að sér öllum stundum í þessu svartasta skammdegi ársins.
Lögreglan á Austurlandi ætlar að vera mjög sýnileg við eftirlit í umdæmi sínu á næstunni í því skyni vekja athygli fólks og um leið hvetja til aðgæslu.
Mjög er hvatt til þess að gangandi vegfarendur beri endurskinsmerki á fatnaði og ekki síður mikilvægt að bifreiðaeigendur hugi að öryggisbúnaði bifreiða sinna. Mun lögregla kanna með skipulegum hætti ástand og búnað ökutækja og ekki síður ástand ökumanna á næstunni og beita sér fyrir að allir komist heilir heim.