Hvatt til aðgæslu varðandi gæludýrin um jólin
Matvælastofnun (MAST) brýnir fyrir gæludýraeigendum að gæta sérstaklega að um jólahátíðina sökum þess hve margt tengt hátíðinni getur beinlínis verið hættulegt mörgum dýrum.
Mikið breytt mataræði ferfætlinga er meðal þess sem stofnunin varar við en það getur skapað dýrunum fleiri vandamál en gleði. Gæta þurfi vel að hættum á borð við jólaseríur, kertaskreytingum og jafnvel jólamat og sælgæti.
Ýmis matvara sem er oft mjög aðgengileg er um jólin getur verið varasöm. Helst má þar telja súkkulaði en hlutir á borð við lauk, rúsínur, avakadó og vínber geta farið illa niður í dýrin. Sömuleiðis skal gæta vel að því að hundar og kettir komist ekki í hvöss smábein en þau geta stungist í háls eða meltingarveg og valdið stíflu og kvölum.
Þá ítrekar MAST að allar rafhlöður eru baneitraðar dýrum og sömuleiðis geta ýmis konar seglar verið lífshættulegir séu þeir gleyptir. Í báðum tilvikum skal umsvifalaust hringja í dýralækni.
Mynd C.C.BY 2.0