Hvetja alla til að fara í próf en gefa ekki öllum kost á því

„Mér finnst það umhugsunarefni að hvetja alla til að fara í próf til öryggis en gefa ekki öllum kost á því í raun og veru,“ segir Jóhanna Smáradóttir, leikskólakennari á Eyrarvöllum í Neskaupstað.

Hún er ein margra sem gagnrýna að nú þegar smitum hefur fjölgað hratt á Austurlandi og sérstaklega í Fjarðabyggð þá geti sumt skólastarfsfólk alls ekki komist í sýnatöku þar sem loka þyrfti skólunum á meðan. Í gær var aðeins boðið upp á sýnatökur á Egilsstöðum, Reyðarfirði og á Eskifirði og á öllum stöðum aðeins í skamman tíma. Enn minna aðgengi er í dag þar sem engar sýnatökur eru í boði á Eskifirði.

„Við hér höfum mikinn áhuga að komast í sýnatökur en komumst hreinlega ekki því skólarnir verða að vera opnir. Það er heldur ekki jákvætt að leyfa hluta starfsfólks að fara í próf en hinum ekki því það getur valdið kergju. Maður hefði haldið miðað við alvarleika málsins nú og grun um að margir einkennalausir beri veiruna þá væri gert sérstakt átak að auðvelda aðgengi að sýnatökum.“

Jóhanna ekki ein um gagnrýni á takmarkað aðgengi margra Austfirðinga að sýnatökum. Stutt er síðan Austurfrétt fjallaði um gagnrýni fólks frá Djúpavogi vegna þessa sama.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.