Íbúakönnun á viðhorfi gagnvart skemmtiferðaskipum í farvatninu
Mikilvægt er að stýra álaginu af komum skemmtiferðaskipa í hafnir Múlaþings með þeim hætti að ekki sé gengið á þolmörk íbúa og umhverfis.
Svo hljómar samþykkt umhverfis- og framkvæmdaráðs Múlaþings fyrr í vikunni en ráðið ákvað þar að láta framkvæma könnun á viðhorfi íbúa gagnvart komum skemmtiferðaskipa í hafnir sveitarfélagsins.
Nokkuð hefur borið á óánægju stöku íbúa á nokkrum þeim stöðum þar sem skemmtiferðaskip venja komur sínar. Skipunum fjölgað ört á skömmum tíma og um borð í þeim hundruðir og á köflum þúsundir ferðamanna sem yfirgnæfa auðveldlega mannlífið í litlum þorpum og bæjum.
Skammt er síðan Austurfrétt greindi frá kvörtunum vegna hávaðamengunar frá sumum skipanna eins og lesa má um hér. Hafnarvörður Seyðisfjarðar, Rúnar Gunnarsson, taldi í kjölfarið eðlilegt að koma þeim kvörtunum áfram í kerfinu og það nú verið gert.
Ráðið hyggst jafnframt láta kanna hvernig hafi gengið til í móttöku skemmtiferðaskipa þetta sumarið en fjöldi skipanna aldrei nokkurn tímann verið meiri en verið hefur síðustu mánuði. Þær upplýsingar munu svo nýtast í áframhaldandi stefnumótum um móttöku skipanna en töluvert er þegar búið að bóka fyrir næsta sumarið.