Íbúar á Seyðisfirði beðnir um að vera heima
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 03. jan 2022 12:18 • Uppfært 03. jan 2022 12:20
Vegna mjög slæms veðurs á Seyðisfirði þessa stundina eru íbúar beðnir um að vera ekki á ferðinni.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi. Þar segir að lausamunir hafa verið að fjúka og er bæði tjóna- og slysahætta af þeim sökum.
"Ítrekað er að íbúar séu EKKI á ferðinni þangað til veðrið gengur niður," segir í tilkynningunni.
Mynd: mulathing.is