Íbúar Fjarðabyggðar varaðir við hálku
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 06. jan 2022 08:23 • Uppfært 06. jan 2022 08:23
Íbúar í Fjarðabyggð eru beðnir um að fara varlega um þar sem vatn og hálka geta safnast fyrir á götum vegna úrkomu í dag.
Í frétt á vefsíðu Fjarðabyggðar segir að í dag, fimmtudag, mun veður fara hlýnandi í Fjarðabyggð og þessum hlýindum gæti fylgt talverð rigning skv. veðurspá.
„Talsverður snjór er víða í byggðakjörnum eftir snjókomu síðustu daga og unnið hefur verið að því í dag að hreinsa snójó frá niðurföllum á götum Fjarðabyggðar og losa snjóruðninga,“ segir á vefsíðunni.
„Íbúar eru beðnir að fara varlega þar sem vatn og hálka geta safnast fyrir á götum. Einnig er gott að huga að niðurföllum við hús og því að leysingavatn eigi greiða leið að þeim.“
„Talsverður snjór er víða í byggðakjörnum eftir snjókomu síðustu daga og unnið hefur verið að því í dag að hreinsa snójó frá niðurföllum á götum Fjarðabyggðar og losa snjóruðninga,“ segir á vefsíðunni.
„Íbúar eru beðnir að fara varlega þar sem vatn og hálka geta safnast fyrir á götum. Einnig er gott að huga að niðurföllum við hús og því að leysingavatn eigi greiða leið að þeim.“