Skip to main content

Icelandair lofar auknu og stöðugra sætaframboði í flugi

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 12. apr 2022 14:54Uppfært 13. apr 2022 09:59

Fljótlega má reikna með að sætaframboð verði aukið og verði stöðugra en verið hefur í vélum Icelandair til og frá Egilsstöðum upp á síðkastið.

Þetta kemur fram í svari forstjóra flugfélagsins, Boga Nils Bogasyni, vegna kröfu heimastjórnar Fljótsdalshéraðs um bættar flugsamgöngur um Egilsstaði sem Austurfrétt greindi frá fyrir nokkru og lesa má um hér.

Við það tilefni tók heimastjórnin undir kvartanir íbúa en síðustu mánuði hefur verið töluvert um að vélar séu fullbókaðar til og frá Egilsstöðum með löngum fyrirvara og þannig aukakostnaði og vandræðum fyrir marga þá sem sækja þurfa þjónustu á suðvesturhornið.

Samkvæmt heimildum Austurfréttar riðlaðist leiðakerfi Icelandair á þessum tíma vegna viðhaldsvinnu á tilteknum vélum flugfélagsins. Þeirri vinnu er að mestu lokið og fleiri flugsæti ættu að bjóðast í kjölfarið.