Jólaverslunin ágætlega af stað

„Í fyrra var salan hjá okkur mjög góð og þó aðaltraffíkin sé enn framundan þá geri ég mér góðar vonir um að þetta verði svipað hjá okkar verslunum núna,“ segir Guðmundur E. Ingvarsson, verslunarstjóri Fjarðasports í Neskaupstað.

Rétt rúm vika til jóla og þó stærsti verslunartíminn sé allra síðustu dagana er töluverð traffík í verslanir nú þegar eins og Guðmundur hefur orðið var við en bæði Fjarðasport í Neskaupstað og Veiðiflugan á Reyðarfirði eru í eigu sömu aðila.

„Það var áberandi söluaukning hjá okkur í fyrra og þá ekki síst fyrir jólin en sú aukning kom vitaskuld að mestu til vegna kófsins. Aukningin kom fram bæði í verslununum sjálfum og ekki síst á netinu hjá okkur og sú þróun hefur haldið áfram þetta árið. Ég er eiginlega ekki í vafa um að fólk er orðið mjög meðvitað um að versla í sinni heimabyggð og flestir held ég að reyni að gera það með einhverjum hætti.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.