Loðnuskip SVN eru á leið á miðin
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 04. jan 2022 08:23 • Uppfært 04. jan 2022 08:24
Blængur og loðnuskip Síldarvinnslunnar (SVN) eru á leið á miðin. Brottför skipanna var frestað um sólarhring vegna veðurs en þau héldu til veiða í gærkvöldi eða um miðnættið. Ísfisktogarinn Gullver er á Seyðisfirði og þar er verið að vinna að gírupptekt í skipinu. Áætlað er að Gullver haldi til veiða í lok vikunnar.
Þetta kemur fram á vefsíðu Síldarvinnslunnar. Þar segir að grænlensku skipin Polar Amaroq og Polar Ammassak komu að landi á gamlársdag en þau voru á loðnuveiðum norðaustur af landinu.
Polar Amaroq landaði 1.200 tonnum í fiskmjölsverksmiðjuna á Seyðisfirði í fyrradag og Polar Ammasak landaði þar 2.000 tonnum í gær. Að sögn Eggert Ólafs Einarssonar, verksmiðjustjóra á Seyðisfirði, gengur vinnsla afar vel.
Polar Amaroq landaði 1.200 tonnum í fiskmjölsverksmiðjuna á Seyðisfirði í fyrradag og Polar Ammasak landaði þar 2.000 tonnum í gær. Að sögn Eggert Ólafs Einarssonar, verksmiðjustjóra á Seyðisfirði, gengur vinnsla afar vel.