Mesta aukning fiskeldis var á Austurlandi
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 27. jan 2022 11:50 • Uppfært 27. jan 2022 11:51
Mesta aukning fiskeldis var á Austurlandi í fyrra þar sem rúmlega 17,5 þúsund tonnum af eldisfiski var slátrað samanborið við 10,2 þúsund tonn árið 2020. Það gerir um 71% aukningu á milli ára.
Þetta kemur fram í nýjasta fréttabréfi SFS. Þar segir að umfang fiskeldis er mjög mismunandi eftir landshlutum. Mest er það á Vestfjörðum þar sem 27,4 þúsund tonnum af eldisfiski var slátrað í fyrra, sem er ríflega helmingur af því sem fór til slátrunar á landsvísu á árinu. Það er um 22% aukning á milli ára.
„Rúmlega 53 þúsund tonnum af eldisfiski var slátrað á árinu 2021, sem er met. Það er þriðjungs aukning á milli ára og ríflega sjöföldun á tíu ára tímabili. Þessa miklu aukningu má að langstærstum hluta rekja til laxeldis en alls var um 46,5 þúsund tonnum af laxi slátrað í fyrra. Það er um 35% aukning á milli ára en um sextánföldun á tíu ára tímabili,“ segir í fréttabréfinu.
„Rúmlega 53 þúsund tonnum af eldisfiski var slátrað á árinu 2021, sem er met. Það er þriðjungs aukning á milli ára og ríflega sjöföldun á tíu ára tímabili. Þessa miklu aukningu má að langstærstum hluta rekja til laxeldis en alls var um 46,5 þúsund tonnum af laxi slátrað í fyrra. Það er um 35% aukning á milli ára en um sextánföldun á tíu ára tímabili,“ segir í fréttabréfinu.