Skip to main content

Mikil uppbygging hjá Óbyggðasetrinu

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 28. des 2021 11:15Uppfært 28. des 2021 11:17

„Það var komin þörf á að bjóða upp á gistingu með sér baðherbergi til að koma til móts við alla sem hingað vilja koma,“ segir Steingrímur Karlsson hjá Óbyggðasetri Íslands í Fljótsdal.

Þar standa nú yfir framkvæmdir við byggingu nýs 400 fermetra gistihúss og er grunnur þegar risinn. Þó nýbygging sé tekur hönnun fullt mið af anda fortíðar en setrið hefur einmitt vakið mikla athygli ferðafólks bæði fyrir þá gömlu stemmningu sem þar finnst en ekki síður fyrir að vera í nándarfjarlægð frá einhverjum mestu óbyggðum Evrópu.

Steingrímur kvartar engin ósköp yfir áhrifum Covid á reksturinn hingað til. Tíminn sé nýttur til að skipuleggja og gera áætlanir fram í tímann fyrir utan byggingaframkvæmdirnar sjálfar. Þó lokað sé á setrinu í janúarmánuði segir hann að bókanir fyrr og vetur og síðar í vetur séu fínar.

„Það hefur verið svona vandamál hingað til að koma til móts við fólk eða hópa sem ekki sætta sig við gistingu án þess að hafa sér baðherbergi og í nýja húsinu verða fjórtán slík herbergi plús ein stærri svíta. Með þessu getum við loks náð til þeirra sem vilja meiri þjónustu en við höfum getað veitt hingað til. Sömuleiðis mun þessi stækkun gera okkur kleift að höfða til stærri hópa en áður eins og til dæmis skólahópa.“

Mynd: Óbyggðasetur Íslands