Skip to main content

Mikilvægt að taka vel á móti þeim sem batnað er af Covid

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 30. nóv 2021 16:06Uppfært 30. nóv 2021 17:04

Meira er af Covid-smitum á Austurlandi en áður í faraldrinum en flestir ná skjótum og góðum bata. Örvunarbólusetning á svæðinu gengur vel og bólusett verður í fimm byggðakjörnum í vikunni.


Alls eru 1555 manns boðaðir í bólusetningu þessa vikuna, flestir á Egilsstöðum og Eskifirði en einnig hópur í Neskaupstað, Djúpavogi og Vopnafirði. Bólusetningunni á Djúpavogi lauk um klukkan þrjú en á morgun verður bólusett á Vopnafirði.

Aldrei hefur verið bólusett á jafn mörgum stöðum eystra og er fjöldinn á við það sem mest gerðist þegar bólusetningin stóð sem hæst í vor.

Næst verður bólusett á Vopnafirði um miðjan janúar en framundan eru hópar íbúar þar sem eru að komast á tíma fyrir örvunarskammt. Einhverjir þeirra kunna að fá boðun í Egilsstaði á næstu dögum en þurfa ekki að þiggja það boð, að sögn Jónínu Óskarsdóttur, deildarstjóra hjúkrunar hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands.

Annars staðar verður haldið áfram að boða fólk í örvunarbólusetningu eftir því sem við á, en miðað er við að fimm mánuðir líði frá síðasta skammti. Á fimmtudag verður annars staðar tekin og skipulag ákveðið út árið.

Gengur vel með örvunarskammtinn

Um 35% Austfirðinga hafa fengið örvunarskammt, sem er hæsta hlutfall á landinu. Jónína segir verklag bólusetningar hjá HSA hafa fengið vel og haldist stöðugt sem eigi sinn þátt í árangrinum.

Í tilkynningu frá aðgerðastjórn almannavarnanefndar Austurlands í dag er gagnsemi örvunarbólusetningar ítrekuð. Vísað er til samantekt sóttvarnalæknis um að einstaklingur, sem fengið hefur örvunarskammt og á í nánum samskiptum við smitaðan, sé helmingi ólíklegri til að smitast en sá sem lokið hefur grunnbólusetningu. Hún veiti þó mikla vörn gegn smitum og líkur á alvarlegum veikindum sé fimmfalt minni en hjá bólusettum.

Tilkynningunni fylgir áminning frá landlækni á 16 tungumálum um að allir sem búi eða starfi á Íslandi eigi rétt á bólusetningum. Hjá HSA er hægt að skrá fólk í bólusetningu eða fá nánari upplýsingar með að senda tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. „Þetta hjálpar til við að kynna að bólusetningar séu í gangi og við vonumst til að fá fólk sem ekki hefur komið áður,“ segir Jónína.

Meira um smit eystra en áður

Síðustu vikur hafa greinst fleiri smit á Austurlandi en áður í faraldrinum. Samkvæmt nýjustu tölum af Covid.is eru 15 í einangrun vegna smita. Smit greinast nú jafnt, þétt og víða en voru framan af fá og einangruð.

Í tilkynningu aðgerðastjórnarinnar segir að flestir jafni sig vel á tveimur vikum og eru þá útskrifaðir úr einangrun af starfsmanni Covid-göngudeildar Landsspítala. Útskrifuðum er þó ráðlagt að fara varlega fyrst á eftir og gæta vel að persónubundnum smitvörnum.

Í tilkynningunni er áréttað fyrir samstarfsfólk og aðra að taka vel á móti fólki sem lokið hefur sinni einangrun og náð sér af þessum veikindum, sem öðrum. „Munum að bros, falleg orð og samkennd í slíkum aðstæðum eru heilandi og hið gagnstæða að sama skapi niðurbrjótandi.“

covid vaxx 16tungur