Miklar annir hjá björgunarsveitum á Austfjörðum

Björgunarsveitir á Seyðisfirði, Eskifirði og Fáskrúðsfirði hafa verið að í nótt og morgun. Flest verkefnin hafa snúist
um að koma heilbrigðisstarfsfólki og öðrum til og frá vinnu. Einnig hefur verið eitthvað um fokverkefni og fasta bíla vegna ófærðar.

Davíð Már Bjarnason upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að nú undir hádegi bárust svo tilkynningar á Seyðisfirði um fok á lausamunum og einn bát sem var að losna í höfninni.

„Strákarnir á Seyðisfirði voru að klára að koma böndum á bátinn og festa hann við bryggju,“ segir Davíð Már.

Mynd: Landsbjörg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.