Mögulegt að fara í sýnatöku yfir hátíðardagana
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 23. des 2021 13:04 • Uppfært 23. des 2021 14:31
Heilbrigðisstofnun Austurlands mun bjóða upp á sýnatökur yfir nokkra þá hátíðardaga sem framundan eru fyrir utan hefðbundinn opnunartíma frá mánudegi til fimmtudags milli jóla og nýárs.
Á morgun aðfangadag verður opið í sýnatöku á Egilsstöðum frá 8 til 9:30. Lokað verður jóladag en aftur opnað þann annan í jólum og þá bæði á Egilsstöðum milli 13 og 14 og á Reyðarfirði frá 11 til 12.
Lokað verður alfarið gamlársdag og nýársdag en á sunnudaginn 2. janúar er sýnataka í boði á Reyðarfirði frá 9 til 10 og á Egilsstöðum frá 11 til 12.