Mögulegt smit á hjúkrunarheimilinu Sundabúð á Vopnafirði
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 28. des 2021 17:13 • Uppfært 28. des 2021 17:14
Sterkur grunur er um Covid-19 smit sem tengist inn á hjúkrunarheimilið Sundabúð á Vopnafirði. Niðurstöður úr prófum eru væntanlegar með kvöldinu.
Tekin voru sýni af íbúum og starfsfólki snemma í morgun eða alls um 45 sýni í heildina. Niðurstöður væntanlegar með kvöldinu og snúa fyrstu viðbrögð núna að því að kortleggja útbreiðslu mögulegs smits og skipuleggja viðbrögð.
Opið er milli 17-18 í sýnatöku á Vopnafirði vegna þessa og eru allir þeir sem hafa einhver einkenni hvattir til að mæta í sýnatöku. Einnig eru einkennalausir einstaklingar hvattir til að mæta ef viðkomandi hefur verið í samskiptum við einhvern sem grunaður er um að vera smitaður.