Nær 100 manns í einangrun á Austurlandi
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 06. jan 2022 11:16 • Uppfært 06. jan 2022 11:16
Alls eru 94 einstaklingar á Austurlandi í einangrun og hefur fjölgað um rúmlega 20 manns frá því í gærdag. Einnig hefur orðið töluverð aukning á einstaklingum í sóttkví en þeir eru 113 talsins í dag. Er það fjölgun um tæplega 40 manns frá í gærdag.
Alls voru 1.378 greindir með COVID í gærdag og af þeim voru rúmlega 300 smit á landamærunum. Hvað landamærin varðar er um nýtt smitmet að ræða.
Í frétt á ruv.is segir m.a. að yfir sautján þúsund manns eru nú í sóttkví eða einangrun eða nærri 5 prósent íslensku þjóðarinnar.
Í frétt á ruv.is segir m.a. að yfir sautján þúsund manns eru nú í sóttkví eða einangrun eða nærri 5 prósent íslensku þjóðarinnar.