Nánast engar hreyfingar á hryggnum í Seyðisfirði
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 29. nóv 2021 09:25 • Uppfært 29. nóv 2021 09:40
Lítil sem engin hreyfing hefur verið á flekanum í hlíðinni fyrir ofan Búðará á Seyðisfirði nánast allan þennan mánuð.
Þetta staðfesta speglamælar Veðurstofu Íslands að því er fram kemur á vef Almannavarna og flekinn ekki færst að ráði frá því í byrjun mánaðarins.
Þá sýna mælar ennfremur að vatnshæð í flestum borholunum í hlíðum fjarðarins hefur lækkað undanfarið og gerir Veðurstofa ekki ráð fyrir að það breytist í því vetrarveðri sem framundan er.