NASA fylgist með hreindýrum á Austurlandi
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 04. jan 2022 13:15 • Uppfært 04. jan 2022 13:21
„Á meðan að flestir hreindýrastofnar heimins hafa verið í verulegri niðursveiflu á undanförnum áratugum hefur íslenski stofninn plummað sig vel. Stofninn hefur vaxið hratt á undanförnum áratugum og er núna stöðugur.“
Þannig hefst grein á vefsíðu Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna, NASA, nánar tiltekið earthovservatory.nasa.gov.,undir fyrirsögninni: Á beit með íslenskum hreindýrum.
Í greininni er farið í grófum dráttum yfir sögu hreindýra á Íslandi frá því að þau voru flutt hingað á 18. öldinni. Upphafleg var ætlunin að þau myndu fylla upp í skarðið á miklum sauðfjárdauða á þessum árum. Það kom þó fljótlega í ljós að ekki var hægt að halda þau eins og annað búfé. Þau þrifust hinsvegar ágætlega upp á heiðum á Austurlandi einkum af því þau gátu étið gróður á borð við skófir sem nóg er af.
Þá segir m.a. að helstu sumarhagar hreindýra á Austurlandi séu í nágrenni Snæfells og nærliggjandi svæðum. Yfir veturinn flytji hreindýrin sig svo niður á firðina. Einnig er fjallað um að hreindýrin eigi ekki náttúrlega fjendur á Íslandi og því er stofninum haldið stöðugum með veiðum á haustin.
Í greininni er vitnað í Skarphéðinn Þórisson hjá Náttúrustofu Austurlands sem segir að til að forðast ofbeit á veturnar sé miðað við að stofninn þá sé ekki stærri en eitt dýr á hvern ferkílómetra.
„Helstu ofbeitarvandamál á Íslandi tengjast sauðfé, ekki hreindýrum, og það vandamál er að mestu bundið við önnur landsvæði en Austurland,“ segir Skarphéðinn.
Mynd: Myndin er frá Aqua gerfihnetti NASA en hún er tekin 9. september s.l. Fyrir miðju er Snæfell en til vinstri á myndinni má sjá Hálsalón og til hægri er Jökla.
Í greininni er farið í grófum dráttum yfir sögu hreindýra á Íslandi frá því að þau voru flutt hingað á 18. öldinni. Upphafleg var ætlunin að þau myndu fylla upp í skarðið á miklum sauðfjárdauða á þessum árum. Það kom þó fljótlega í ljós að ekki var hægt að halda þau eins og annað búfé. Þau þrifust hinsvegar ágætlega upp á heiðum á Austurlandi einkum af því þau gátu étið gróður á borð við skófir sem nóg er af.
Þá segir m.a. að helstu sumarhagar hreindýra á Austurlandi séu í nágrenni Snæfells og nærliggjandi svæðum. Yfir veturinn flytji hreindýrin sig svo niður á firðina. Einnig er fjallað um að hreindýrin eigi ekki náttúrlega fjendur á Íslandi og því er stofninum haldið stöðugum með veiðum á haustin.
Í greininni er vitnað í Skarphéðinn Þórisson hjá Náttúrustofu Austurlands sem segir að til að forðast ofbeit á veturnar sé miðað við að stofninn þá sé ekki stærri en eitt dýr á hvern ferkílómetra.
„Helstu ofbeitarvandamál á Íslandi tengjast sauðfé, ekki hreindýrum, og það vandamál er að mestu bundið við önnur landsvæði en Austurland,“ segir Skarphéðinn.
Mynd: Myndin er frá Aqua gerfihnetti NASA en hún er tekin 9. september s.l. Fyrir miðju er Snæfell en til vinstri á myndinni má sjá Hálsalón og til hægri er Jökla.