Skip to main content

Náttúra og friðsæld lykilatriði í fámennustu byggðalögum landsins

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 15. des 2021 14:56Uppfært 15. des 2021 15:09

Íbúar í fámennum og einangruðum samfélögum á Íslandi leggja töluvert meira upp úr aðgengi að fjölbreyttri náttúru og friðsæld en aðrir íbúar landsins.

Ofangreint er helsta niðurstaða viðamikillar úttektar á búsetuskilyrðum í fámenni annars vegar og fjölmenni hins vegar en hana framkvæmdu þau Sigurborg Kr. Hannesdóttir og Vífill Karlsson. Þar er upplifun íbúa fámennari byggðalaga borin saman við upplifun þeirra sem búa á jaðri höfuðborgarsvæðisins en rúmlega sex þúsund einstaklingar tóku þátt í skoðanakönnun vegna úttektarinnar.

Náttúra og friðsæld reyndist veigamesti þátturinn hjá því fólki sem býr á minnstu og einangruðustu stöðum landsins meðan íbúar í grennd við Reykjavík sögðu ýmsa þjónustu við börn sterkasta aðdráttaraflið við búsetu þar.

Annað sem skipti íbúa á fámennari svæðum töluverðu máli samkvæmt úttektinni var almenn vellíðan og öryggi. Þá skipti ásýnd svæðis eða bæja töluverðu máli fyrir marga.