Niðurstöður úr sýnatökum koma ekki lengur samdægurs
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 19. jan 2022 21:51 • Uppfært 19. jan 2022 21:53
Niðurstöður úr sýnatökum vegna Covid-19 austanlands munu eftirleiðis ekki berast samdægurs eins og verið hefur heldur daginn eftir.
Um þetta var tilkynnt af hálfu Heilbrigðisstofnunar Austurlands (HSA) síðla í dag en ástæðan eru breytingar á flugáætlun suður til Reykjavíkur þar sem öll sýni eru greind og niðurstöður sendar í kjölfarið.
Nýgengi Covid-smita þennan daginn er 4.352 af hverjum hundrað þúsund íbúum í landinu en alls mældust 1488 einstaklingar með nýsmit í dag. Rúmlega tíu þúsund manns eru í einangrun og tæplega þrettán þúsund í sóttkví. Af þeim eru 114 í einangrun hér austanlands auk 143 einstaklinga í sóttkví.