Niðurstöður úr sýnatökum koma ekki lengur samdægurs

Niðurstöður úr sýnatökum vegna Covid-19 austanlands munu eftirleiðis ekki berast samdægurs eins og verið hefur heldur daginn eftir.

Um þetta var tilkynnt af hálfu Heilbrigðisstofnunar Austurlands (HSA) síðla í dag en ástæðan eru breytingar á flugáætlun suður til Reykjavíkur þar sem öll sýni eru greind og niðurstöður sendar í kjölfarið.

Nýgengi Covid-smita þennan daginn er 4.352 af hverjum hundrað þúsund íbúum í landinu en alls mældust 1488 einstaklingar með nýsmit í dag. Rúmlega tíu þúsund manns eru í einangrun og tæplega þrettán þúsund í sóttkví. Af þeim eru 114 í einangrun hér austanlands auk 143 einstaklinga í sóttkví.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.