Önnur akrein Lagarfljótsbrúar er lokuð
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 26. jan 2022 09:28 • Uppfært 26. jan 2022 09:28
Vegna vinnu við Lagarfljótsbrúna er önnur akrein hennar lokuð og er umferð stjórnað með ljósum.
Þetta kemur fram á vefsíðu Vegagerðarinnar. Þar segir að vegfarendur eru beðnir að aka með gát og sýna tillitssemi við akstur yfir vinnusvæðið. Vinna stendur yfir til febrúar loka.
Hvað færð varðar er hálka og éljagangur á Fjarðarheiði og hálka á Vatnsskarði eystra. Hálkublettir eru á Fagradal og nokkrum öðrum leiðum en ströndin sunnan Reyðarfjarðar er greiðfær.
Vegfarendur eru beðnir að vera á verði fyrir vetrarblæðingum frá Fáskrúðsfjarðar að Skeiðarársands.
Hvað færð varðar er hálka og éljagangur á Fjarðarheiði og hálka á Vatnsskarði eystra. Hálkublettir eru á Fagradal og nokkrum öðrum leiðum en ströndin sunnan Reyðarfjarðar er greiðfær.
Vegfarendur eru beðnir að vera á verði fyrir vetrarblæðingum frá Fáskrúðsfjarðar að Skeiðarársands.