Skip to main content

Ófært um Fjarðarheiði, Vatnsskarð og Hróarstungu

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 29. des 2021 08:43Uppfært 29. des 2021 09:45

Starfsmenn Vegagerðarinnar hafa unnið hörðum höndum síðustu klukkustundir til að opna vegi austanlands en víða er þó enn illfært eða beinlínis lokað þegar þetta er skrifað eins og sjá má á meðfylgjandi korti.

Fyrir utan ófærð yfir Fjarðarheiði, Vatnsskarð eystra og í Hróarstungu varar Vegagerðin ennfremur við þæfingsfærð í Fljóts- og Skriðdal og hálkublettir finnast víða í ofanálag. Nýbúið er að opna veginn um Möðrudalsöræfi en þar er þæfingur.

Mokstur gengur vel og ef ekki kyngir niður meiri snjó í bili má gera ráð fyrir að flestar leiðir verði orðnar færar þegar líður á daginn.

Þá eru vegfarendur sérstaklega varaðir við hugsanlegri umferð hreindýra um vegi á þessum árstíma en alltaf má búast við þeim við vegi við þessar aðstæður.

UPPFÆRT 09:40: Fjarðarheiði hefur verið rudd og er nú fær en hálka og snjóþekja á leiðinni.

Skjáskot af vef Vegagerðarinnar