Skip to main content

Óheimilt að skilja bílana eftir mannlausa í gangi

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 09. des 2021 09:34Uppfært 09. des 2021 09:36

Töluvert er um að ökutæki séu skilin eftir mannlaus, ólæst og í gangi fyrir utan verslanir og skóla meðan eigendurnir bregða sér frá en slíkt er hvorki meira né minna en tvöfalt lögbrot.

Á þetta minnir lögreglan á Austurlandi sérstaklega vegna fjölda slíkra tilvika nú um stundir en sú hætta er ávallt fyrir hendi að bílar í gangi geti fyrir einhverja tilviljun farið af stað ellegar óprúttnir sett þá af stað meðan eigandinn er fjarri.

Ekki aðeins er lögum samkvæmt óheimilt að skilja bifreiðir eftir í gangi mannlausar heldur er það líka óheimilt vegna loftmengunar samkvæmt reglugerð þar að lútandi.

Hvetur lögreglan fólk til að skilja ökutæki ekki eftir ólæst eða í gangi.

Mynd Lögreglan á Austurlandi