Skip to main content

Óskað eftir aðstoð við að manna hjúkrunarheimilið á Vopnafirði

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 29. des 2021 07:49Uppfært 29. des 2021 07:53

Kallað hefur verið eftir fólki sem hlaupið getur í skarði meðal starfsfólks hjúkrunarheimilisins Sundabúðar á Vopnafirði. Fimm Covid-19 smit greindust í gærkvöldi meðal íbúa og starfsfólks.


Þetta kemur fram í tilkynningu sem aðgerðastjórn almannavarnanefndar Austurlands sendi frá sér seint í gærkvöldi.

Eftir að grunur vaknaði í gær um smit, sem tengdist Sundabúð, voru tekin sýni úr öllu starfsfólki og íbúum Sundabúðar, alls 45 sýn. Fimm reyndust jákvæð.

Við þessar aðstæður er erfitt að manna hjúkrunarheimilið. Því eru einstaklingar, sem telja sig geta aðstoðað við vinnu þar, hvattir til þess að setja sig í samband við Emmu Tryggvadóttur framkvæmdastjóra hjúkrunar í Sundabúð í: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Ekki var hægt að bjóða upp á auka sýnatöku fyrir íbúa í gær vegna veðurs. Hún verður þess vegna nú milli klukkan 8 og 9 á heilsugæslustöðinni. Niðurstaðna úr henni er vænst í kvöld.

Uppruni smitanna er enn óljós en verið er að rekja þau. Vegna þessa er leikskólinn, sundlaugin og íþróttahúsið lokað í dag. Frekari upplýsinga er að vænta í kvöld.

„Þetta er stórt verkefni og aðgerðastjórn hvetur alla þá sem einkenni hafa að mæta í sýnatöku og vera þannig þátttakendur í að takast á við þetta . Gerum þetta saman hér eftir sem hingað til,“ segir í lok tilkynningarinnar.