Skip to main content

Prófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Múlaþingi

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 17. jan 2022 12:42Uppfært 17. jan 2022 12:42

Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna hefur ákveðið að efna til prófkjörs vegna röðunar á framboðslista Sjálfstæðisfólks fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar í Múlaþingi.

Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að prófkjörið mun fara fram þann 12. mars n.k. og framboðsfrestur verður til 10. febrúar n.k. Kosið verður um 5 efstu sætin. 

Kjörnefnd hefur tekið til starfa og verður auglýsing send út fljótlega með frekari upplýsingum.

Mynd: Aðsend