Rafmagnslaust á Eskifirði og Norðfirði
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 18. des 2021 20:26 • Uppfært 18. des 2021 20:34
Rafmagn fór af Eskifirði og Norðfirði um klukkan 19:40 í kvöld vegna kerleka í álverinu á Reyðarfirði.
Að því er fram kemur á vef Landsnets varð útleysing á öllu álagi hjá álverinu í Reyðarfirði. Samkvæmt upplýsingum frá Alcoa Fjarðaáli varð kerleki þar. Slíkt gerist annað slagið, en sjaldan með jafn víðtækum afleiðingum og í kvöld. Áhrif á rekstur álversins eru óveruleg þóttt einhvern tíma taki að ná jafnvægi í kerfunum á ný.
Mannskapur er á leið í tengivirki Landsnets á Eskifirði og er vonast til að rafmagn komist fljótt á aftur.