Skip to main content

Rjúpnaveiðimenn flestir með sitt á hreinu

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 24. nóv 2021 09:16Uppfært 24. nóv 2021 09:24

Lögregla á Austurlandi hefur ekki orðið vör við annað en að rjúpnaveiðimenn hafi allt sitt á hreinu það sem af er rjúpnaveiðitímanum.

Þetta staðfestir Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn við Austurfrétt en aðeins er tæp vika eftir af rjúpnaveiðitímabilinu þetta árið.

Kristján segir að í mánuðinum hafi lögregla haft mjög virkt eftirlit með veiðimönnum og alls farið í rúmlega 30 eftirlitsferðir til að kanna skotvopnaleyfi, veiðikort og skráningar á vopnum.

Rætt hafi verið við ríflega fjörutíu einstaklinga alls og þeir allir að einum undanskildum verið með sitt á hreinu. Sá aðili var bæði með útrunnið skotvopnaleyfi og veiðikort.