Rjúpnaveiðimenn flestir með sitt á hreinu

Lögregla á Austurlandi hefur ekki orðið vör við annað en að rjúpnaveiðimenn hafi allt sitt á hreinu það sem af er rjúpnaveiðitímanum.

Þetta staðfestir Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn við Austurfrétt en aðeins er tæp vika eftir af rjúpnaveiðitímabilinu þetta árið.

Kristján segir að í mánuðinum hafi lögregla haft mjög virkt eftirlit með veiðimönnum og alls farið í rúmlega 30 eftirlitsferðir til að kanna skotvopnaleyfi, veiðikort og skráningar á vopnum.

Rætt hafi verið við ríflega fjörutíu einstaklinga alls og þeir allir að einum undanskildum verið með sitt á hreinu. Sá aðili var bæði með útrunnið skotvopnaleyfi og veiðikort.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.