Sex ný smit skráð á Austurlandi
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 15. des 2021 17:05 • Uppfært 15. des 2021 17:13
Sex ný Covid-smit greindust á Austurlandi í sýnatökum í gær. Allir hinna smituðu voru í sóttkví.
Í Covid-korti RÚV kemur fram að smitin hafi skipst jafnt milli Eskifjarðar og Reyðarfjarðar.
Hjá aðgerðastjórn almannavarnanefndar Austurlands fékkst staðfesting á að allir hefðu verið í sóttkví. Því væru engar sérstakar áhyggjur eða aðgerðir vegna smitanna.
Samkvæmt Covid.is eru nú 69 í einangrun jafnt sem sóttkví á Austurlandi.
Bólusetning gengur vel eystra. Hér hafa 47,56% fengið örvunarskammt og er hlutfallið hvergi hærra, en landsmeðaltalið er 38,5%. Þá eru 77,45% íbúa svæðisins fullbólusettir, en landsmeðaltalið er 77%.