Skip to main content

Sextíu sýni tekin á Egilsstöðum

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 29. nóv 2021 07:28Uppfært 29. nóv 2021 07:28

Sextíu sýni voru tekin á Egilsstöðum í gær vegna Covid-19 smita sem greindust þar á föstudagskvöld.


Fjórir greindust smitaðir, þar af tveir í sóttkví.

Niðurstaðna úr prófunum er vænst í dag og verða þá frekari upplýsingar sendar frá aðgerðastjórn.