Skip to main content

Seyðfirðingar í ákveðnum vanda í atvinnumálum

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 02. des 2021 13:19Uppfært 02. des 2021 13:26

„Niðurstaðan er gróflega að meðan annar hver fermetri á iðnaðarsvæði bæjarins er inni á hættusvæði C eru Seyðfirðingar í ákveðinni klemmu,“ segir Róbert Ragnarsson hjá RR Ráðgjöf.

Ráðgjafastofan hefur gert úttekt á framtíðarhorfum í atvinnumálum á Seyðisfirði í kjölfar aurskriðanna sem féllu á hluta bæjarins fyrir tæpu ári síðan. Úttektin var gerð í tengslum við Seyðisfjarðarverkefnið svokallaða sem snýr að þróun atvinnutækifæra og nýsköpun í kjölfar hamfaranna.

Niðurstöðurnar verða kynntar í heild sinni á rafrænum íbúafundi síðar í dag en aðspurður um helstu niðurstöður segir Ragnar tvennt helst standa upp úr. Annars vegar slæm staða varðandi stór svæði á hættusvæði C, sem flokkast sem mesta hættusvæði samkvæmt matsmönnum Veðurstofu Íslands. Hins vegar, þvert á það sem margir haldi, styðja helstu atvinnuvegir bæjarins hvor annan. Iðnaður og fiskvinnsla styður við ferðaþjónusta og listsköpun og öfugt.

Nánari útlistun má fá á íbúafundinum í dag en hann hefst klukkan 17 og er streymt beint á vef Múlaþings.