Skip to main content

Skert vegaþjónusta yfir áramótin

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 30. des 2021 14:39Uppfært 30. des 2021 14:40

Skert vegaþjónusta verður af hálfu Vegagerðarinnar yfir þessi áramót en með tilliti til veðurspár kann slíkt að skipta marga máli.

Á morgun, gamlársdag, og á sunnudaginn kemur verður einungis helgarþjónusta í boði á vegum austanlands og enn skertari vegaþjónusta verður á nýársdag. Þann dag verða umferðaminni langleiðir aðeins þjónustaðar á milli klukkan 10 og 17.

Það getur skipt máli þá sem þurfa að komast á milli staða því veðurspá síðdegis á nýársdag er slæm. Þann dag er gert ráð fyrir að vind taki að hvessa duglega eftir hádegi og snjókoma fylgir með vel fram á sunnudaginn. Má búast við miklum þæfingi og jafnvel ófærð ef spáin gengur eftir.

Þeir vegir sem fá skerta þjónustu hér austanlands á nýársdag eru:

  • Vopnafjörður - Þórshöfn
  • Vopnafjörður - vegamót við Hringveg
  • Egilsstaðir - Mývatn
  • Egilsstaðir - Borgarfjörður eystri
  • Breiðdalsvík - Höfn