Skip to main content

Skítabræla á loðnumiðunum, skip SVN kölluð inn

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 06. jan 2022 12:10Uppfært 06. jan 2022 12:10

Veður hefur hamlað loðnuveiðum undanfarna daga. Á vefsíðu Síldarvinnslunnar (SVN) segir að skítabræla sé nú á loðnumiðunum og því hafi skip SVN verið kölluð inn til löndunar.

Á vefsíðunni segir að loðnuskip Síldarvinnslunnar héldu til veiða aðfaranótt þriðjudags og á þriðjudagsmorgun. Veður var að ganga niður norðaustur af landinu í fyrrinótt og í gærmorgun. Af Síldarvinnsluskipunum var það einungis Beitir sem hóf veiðar þá um nóttina.

„Líkt og fyrir jólin er næturveiðin heldur döpur. Öll skipin á miðunum köstuðu í gærmorgun og var veiðin yfirleitt svipuð og hún var fyrir jól. Afli dagsins var gjarnan á bilinu 300-500 tonn. Eitt skipanna fékk þó 750 tonn nokkru norðar en hin skipin voru.“ segir á vefsíðunni.

„Núna er skítabræla á miðunum og voru Síldarvinnsluskipin kölluð inn vegna veðursins til að landa þeim slöttum sem þau voru komin með. Aflanum, samtals um 1.200 tonnum, er landað á Seyðisfirði. Vonast er til að veðrið gangi niður í kvöld og það verði veiðiveður á morgun.“

Mynd: svn.is